Hverjir voru fyrstir Trash-ararnir

Ég hef oft verið að spá í þessu, fyrir utan bumbuslátt, kirkjutónlist, klassík etc. etc. og það sem kom á eftir því þá skulum við líta á tímabilið á eftir pönkinu, thrash-metal, speed-metal. grunch, alternitive.  Í mínum huga þá voru hljómsveitir eins og Anthrax, Slayer, Flotsam and Jetsam, Exodus og overkill þátttakendur þá er það án efa Metallica sem kom sína fyrstu breiðskífu Kill´em All sem er allra fyrsta Trash-metal platan og einmitt á þeirri plötu sem þeir voru búnir að losa sig við Dave Mustaine og ráða til sín Kirk Hammet með sínu hraðaða spili sem þróaðist í endanum í speed-metal hljóðið.  Það er ekki hægt að tala um Metallica á þess að nefna Cliff Burton RIP sem kenndi metallica mönnum melódíur, að tala meira með hljóðfærunum, að það er ekki nóg að vera með attitude, fólk vill skilja hvað er verið að bera fram.  Enn ef við ætlum að fara grafa mikið í þessu þá er það Tony Iommy (Black Sabbath) sem er algjör undanfari með sinn þunga hljóm.  Flestir þekkja ekkert annað en lögin Paranoid og Iron Man sem eitthvað rosa sposa, ég segi lagið Wheels of Confusion/The Straightener af plötunni Vol.4.  Tony vildi fá tuttugu og fjögurra banda gítar og taka distorshion-takkan og setja hann í fótstig,  stóru fyrirtækin sögðu að það væri ekki hægt svo hann fékk sérlundaðan vin og gítarsmið sér til hjálpar sem var fljótur að redda þessu.  Það er ekki hægt aðgleyma Brian May með sitt ofsalega gítar-riff og Roger Taylor með takt sem hljómar eins og loftpressuhamar í Stone Cold Crasy úr plötunni Sheer Heart Attack sem kom út ´74 sem er í raun fyrsta skrefið í átt til speed-metal hljóðsins.  Iron maiden og Judas priest voru miklir áhrifavaldar á þessum tíma, sem dæmi gerði Slayer ekkert annað enn að covera þessar tvær hljómsveitir fyrstu árin.

Það er hægt halda áfram endalaust og tala um Canned Heat, Cream, Led Zeppelin, Deep Purple, Kiss og Ten years after ogfleiri og fleiri hljómsveitir eða gítarista sem hafa gleymst eins og Randy Rhoads RIP.  Einhvern tíman seinna mun ég fara meira og ítarlega í meiri áhrifavald s.s. Django, Robert Johnsson, Stanley bræður og Big Joe Williams.

Hvað varð um Nuno Bettencourt?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

Margar frábærar hljómsveitir tharna á ferd... tónlist ad mínum smekk

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

sem dæmi gerði Slayer ekkert annað enn að covera þessar tvær hljómsveitir fyrstu árin.

Þvílíkt bull. Betri rök en þetta takk og ekki vísar þú í heimildir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.4.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Þóra

Þú ert greinilega smekksmanneskja takk fyrir

Haukur. 

Ég geri ráð fyrir að þeir sem nenna að lesa um tónlist eru áhugafólk um tónlist og tónlistarefni.  Allt sem ég veit um tónlist hef ég lesið mig til um og talað við fólk sem veit meira en ég, mín vitneskja kemur ekki bara af netinu og er því frekar erfitt að fletta upp eldgömlum tímaritum.  Ef þú vilt þá er wikipedia með mikið af heimildum og eru með heimildarlista.  Ef þú trúir mér ekki eða nennir ekki að fræða sjálfan þig til að leiðrétta mig (sem er velkomið) slepptu því þá að tjá þig um tónlist.

Stefán Þór Helgason, 21.4.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Velkominn til bloggheima Stefán. Það er margt til í þessu hjá þér...

Ágúst Böðvarsson, 21.4.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Takk fyrir Gústi og velkomin aftur á klakann.

Stefán Þór Helgason, 22.4.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:10

7 Smámynd: Þóra Lisebeth Gestsdóttir

p.s ætli Nuno sé ekki bara ad lifa hinu ljúfa lífi í sólinni í L.A ?

Þóra Lisebeth Gestsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Þór Helgason
Stefán Þór Helgason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband